Kristinn Ásgeir Gylfason
Lögfræðingur
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Lögfræðingur og eigandi Scaling Legal, frá 2025
- Yfirlögfræðingur og regluvörður – Sidekick Health – 2019-2025
- Lögfræðingur – Dattaca Labs – 2017-2019
Námsferill:
- Meistarapróf í lögfræði – 2018
- Grunnnám í lögfræði – 2016
Ástæður framboðs:
Það þarf að tryggja að hagsmunir yngri kynslóðanna eigi sér fulltrúa í lífeyriskerfinu á Íslandi, ekki einungis til að halda áfram að kynna mikilvægi lífeyrismála fyrir ungu fólki heldur einnig til að tryggja að fjölbreyttari raddir í ákvörðunum stjórnar sjóðsins. Það eru vel rannsökuð sannindi að því fjölbreyttari sem hópurinn er, því betri verða ákvarðanirnar.
Þá er einnig mikilvægt að tryggja áframhaldandi góða stjónarhætti og þar finns mér gagnsæi í ákvörðunum skipta einna mestu máli. Það að reka lífeyrissjóð er langtímaverkefni, sjóðurinn á ekki að vera of fljótur að stökkva á nýjasta æðið hverju sinni, en þarf að vera nógu fljótur að skilja hvað er að fara að skila árangri og nýta þau tækifæri.
Ég hef gríðarlegan áhuga á að efla nýsköpun og starfsemi sprotafyrirtækja vegna þeirrar orku sem býr í slíkum fyrirtækjum. Lífeyrissjóðir ættu að mínu viti að beita sér fyrir aukinni fjárfestingu í slíkum félögum í gegnum vísissjóði.
Ég býð mig fram til stjórnarstarfa hjá Almenna, því ég tel að mín fjölbreytta starfsreynsla og þekking muni nýtast vel við stefnumótun sjóðsins. Mitt leiðarljós er að ígrunda vel alla þætti og hlusta á ólík sjónarmið þegar kemur að ákvörðunum sem einhverju máli skipta. Lífeyrissjóðir hafa miklar skyldur og ríkt hlutverk gagnvart sínum skjólstæðingum, og ég vil með mínu stjórnarframboði standa vörð um vönduð og fagleg vinnubrögð í stjórn Almenna.