Getum við aðstoðað?

Kristinn Freyr Haraldsson

Sérfræðingur í launamálum

Býður sig fram til aðal- og varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Sérfræðingur í launamálum hjá Íslandsbanka frá 2024
  • Modul Work: Stofnandi og framkvæmdastjóri – 2021-2023
  • Icelandair: Forstöðumaður launavinnsla – 2019-2020
  • Intellecta: Meðeigandi og leiðtogi starfkjararáðgjafar – 2018-2019
  • Teva: Mannauðsstjóri á sölusviði Evrópu – 2013-2017
  • Mercer: Leiðtogi launaráðgjafar fyrir norðurlönd – 2010-2013
  • Actavis: Forstöðumaður í launa og kjaramálum – 2008-2010

Námsferill:

  • MA-Human resources, University of Minnesota, 2001
  • BS-Business administration, University of Iceland, 1999
  • Best paper award in Unversity of Minnesota (2001)
  • Rannsóknarstyrkur frá nýsköpunarsjóði námsmanna (1997)

Ástæður framboðs:

Ég bíð mig fram til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins með það að markmiði að tryggja sjóðfélögum traust og örugg eftirlaun með gagnsærri og ábyrgri sjóðstýringu. Með yfir 25 ára reynslu af launa- og starfskjaramálum hef ég viðtæka innsýn í hvernig launastefna, réttindakerfi og lífeyrissparnaður vinna saman í að skapa fjárhagslegt öryggi til lengri tíma.
Ég tel mikilvægt að lífeyriskerfið sé rekið á faglegum og gagnsæjum forsendum, þar sem greining og gögn styðja við upplýstar ákvarðanir um ávöxtun og sjóðstýringu. Með djúpa þekkingu á greiningu launaþróunar, markaðskjörum og hvatakerfum vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja að sjóðfélagar fái hámarksvirði úr sínum lífeyrissparnaði.
Jafnframt vill ég stuðla að fræðslu og hvatningu til ungs fólks um að hefja sparnað snemma – því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Með skýrri stefnu, gagnsæi og fagmennsku vil ég vinna að því að styrkja sjóðinn og tryggja ábyrga framtíðaruppbyggingu hans.