Kristófer Már Maronsson
Framkvæmdastjóri
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Framkvæmdastjóri Pareto lausn frá 2024, starfsmaður þingflokks á Alþingi frá 2023 og stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs frá 2023
- aha.is – rekstrarstjóri (2017-20) og fjármálastjóri (2019-21)
- Byggðastofnun – sérfræðingur í greiningu fjárhagsupplýsinga 2021-23
- Fjallalamb hf. – stjórnarmaður 2022-23
- Hagfræðistofnun Háskóla Íslands – stjórnarmaður 2015-17
- Stúdentaráð Háskóla Íslands – framkvæmdastjóri (2015-16) & formaður (2016-17)
- CenterHotels – greiningar frá 2011-25 (hlutastarf)
Námsferill:
- Háskóli Íslands, Opinber stjórnsýsla viðbótardiplóma – 2023
- Háskóli Íslands, Hagfræði BA – 2021
- Verzlunarskóli Íslands, hagfræðibraut – 2013
Ástæður framboðs:
Ég er 31 árs hagfræðingur búsettur í Skagafirði. Ég hef lengi látið mig lífeyrismál varða og fylgst með mínum málum frá því ég var rétt skriðinn yfir tvítugt. Hljóti ég umboð til stjórnarstarfa mun ég leggja höfuðáherslu á að ávöxtun sameiginlegra sjóða verði áfram viðunandi, en einnig beita mér fyrir meira valfrelsi sjóðfélaga. Ég vil sömuleiðis nýta tímann til að vekja áhuga fólks, sérstaklega ungs fólks, á lífeyrismálum til þess að auka nýliðun í sjóðinn. Ég hef starfað í gegnum tíðina m.a. sem launþegi á almennum markaði og opinberum, starfað við eigin rekstur og sem fjármála- og rekstrarstjóri, setið í stjórnum ríkisstofnana, sjálfseignarstofnana og hlutafélaga svo dæmi séu tekin. Nú þegar eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar í stjórn en við borðið skortir þá kynslóð sem á hvað mest undir. Rekstur Almenna hefur verið mjög góður og ég vil stuðla að því að gera lífeyrissjóðinn okkar enn betri.