Getum við aðstoðað?

Lára Jónasdóttir, 42 ára

Verkefnastjóri

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Verkefnastjóri – Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands 2023-
  • Verkefnastjóri Háskólinn í Reykjavík 2021-2023
  • Sérfræðingur Læknar án landamæra 2019-2020
  • Samskipta- og réttindamál Sameinuðu Þjóðirnar 2017-2018
  • Verkefnastjóri Læknar án landamæra 2013-2017
  • Sendiráðsfulltrúi, Sendiráð Íslands Osló, 2009-2013
  • Stjórn Hins íslenska svefnrannsóknafélags 2020-2022
  • Stjórn Lækna án landamæra Noregi 2022-2025

Námsferill:

  • Verkefnastjórnu vottun IPME 2022
  • 2011: Master í Alþjóðasamskiptum, The Australian National University, Ástralía
  • 2009: Friðar- og átakafræði (hluti af mastersnámi), Peace Research Institute Oslo (PRIO), Noregur
  • Fjöldi námskeiða og vinnustofa í verkefnastjórnun og mannúðarmálum.
  • Menntaskólin við Sund 2001

Ástæður framboðs:

Að geta hætt að vinna og átt áhyggjulaus efri ár er líklega draumur allra. Geta látið vel við sig og notið lífisins.

Við búum í samfélagi þar sem örar breytingar hafa átt sér stað síðustu ár og með góðu lífeyriskerfi getum við búið okkur undir áhyggjulaus efri ár. En til þess þarf gott aðhald og dyggja stjórn lífeyrissjóða. Þar spilar inn að ná til sjóðsfélaga, hafa samfélagslegavitund og traust almennings. Líta til breytinga á vinnumarkaði og að fjölmargir starfa sjálfsætt eða skipta um starfsvettvang oft á lífsleiðinni.

Mig langar að láta gott af mér leiða og nýta krafa mína í þessu starfi. Þekking mín á lífeyrissjóðskerfum erlendis, er mér innblástur til að vilja taka þátt í starfinu hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Sem lífeyrissjóður væri hægt að auka þekkingu félagsmanna og leitast við að hitta þá á þeirra forsendum.

Það er því mín von að ég komist í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.