Magnús Davíð Norðdal, 41 árs
Lögmaður og borgarfulltrúi
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Lögmaður Norðdahl lögmannsstofu 2014-2023
- Borgarfulltrúi í Reykjavík 2022 – 2023
- Stjórn Félagsbústaða 2023 –
- Lögfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja 2013
- Lögfræðingur hjá Logos lögmannsstofu 2012
- Starfsmaður hjá Vátryggingafélagi Íslands 2010-2014
Námsferill:
- Embættispróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, 2014
- BA gráða í heimspeki frá Háskóla Íslands, 2008
- Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, 2002
Ástæður framboðs:
Kæru sjóðfélagar. Ég býð mig fram til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins af þeirri ástæðu að ég vil standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga í hvívetna. Sjálfur hef ég greitt í sjóðinn frá því að ég hóf sjálfstæðan rekstur í lögmennsku fyrir áratug síðan. Tel ég að reynsla mín af fyrirtækjarekstri og eins af vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur sé vel til þess fallin að gagnast mér í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Grundvallarviðmið í öllu starfi lífeyrissjóða á að vera er að ná fram góðri ávöxtun á eignum sjóðfélaga með sem minnstri áhættu. Verjast þarf kröfum utanaðkomandi aðila, ekki síst ríkis og sveitarfélaga þegar efnahagserfiðleikar herja á þjóðina, um þátttöku lífeyrissjóða í hinum ýmsu verkefnum með vísan í það sem oft er kallað „samfélagsleg ábyrgð“. Eina ábyrgð lífeyrissjóða er að sinna grunnhlutverki sínu, sem er að varðveita og ávaxta eignir sjóðfélaga með sem minnstri áhættu.