Getum við aðstoðað?

Magnús Karl Magnússon

Sérfræðingur í svæfingum og gjörgæslulækningum

Býður sig fram til varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Sérfræðingur í svæfingum og gjörgæslulækningum á Landspítala frá 2019
  • Læknakandidat á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2008-2009
  • Deildarlæknir á Landspítala 2010-2011
  • Sérnámslæknir við Eramus MC í Rotterdam 2012-2017
  • Sérfræðilæknir við Ikazia sjúkrahúsið í Rotterdam 2017-2018
  • Sérfræðilæknir á Landspítala 2019-

Námsferill:

  • Kandídatspróf í læknisfræði frá HÍ 2008
  • Sérfræðinám í svæfingalækningum, Eramus MC, Hollandi 2012-2017
  • MBA – Health care management Háskólinn í Amsterdam 2017-2019

Ástæður framboðs:

Þróun síðustu áratuga bendir til að fjárhagslegt fjöregg þeirra sem að hverfa af vinnumarki verði æ meira í höndum lifeyrissjóða. Mikilvægt er að sjóðsfélagar á öllum aldri séu því meðvitaðir um starf og hlutverk lífeyrissjóðanna í nútíð og framtíð.
Sérstök áhersluatriði til framtíðar eru:
1. Halda áfram á þeirri braut sem að mörkuð hefur verið – sveiflast ekki af málefnum líðandi stundar heldur hafa hagsmuni sjóðsfélaga ávallt í forgangi er kemur að stefnumótandi ákvörðunum.
2. Leitast við að ná kostnaði niður til lengri tíma. Má þar sérstaklega nefna umsýslukostnað en með því að ná honum niður eykst ávöxtun sjóðsfélaga.
3. Halda áfram að bæta vitund sjóðsfélaga um stöðu lífeyrisréttinda með upplýsingum á heimasíðu, einstaklingsþjónustu og fræðslufundum.
Með ofangreind áhersluatriði óska ég eftir stuðningi sjóðsfélaga í kosningu til varamanns í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins.