Már Wolfgang Mixa
Dósent í fjármálum
Býður sig fram til aðalstjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Dósent í fjármálum frá Viðskiptafræðideild HÍ frá 2022
- Stjórn Almenna / 2022-2025
- Dósent í fjármálum í HÍ / 2022-2025
- Lektor í fjármálum í HR / 2010-2022
- Rannsóknarnefnd Alþingis / 2013-2014
- Sparisjóðabanki Íslands / 2007-2009
- NordVest verðbréf / 2006-2007
Námsferill:
- PhD – Viðskiptafræði, HR, 2016.
- MSc – Fjármál fyrirtækja, HÍ, 2009.
- B.S.B.A. – Fjármál, University of Arizona, 1994.
- B.A. – Heimspeki, University of Arizona, 1994.
- Löggiltur verðbréfamiðlari – Ísland 2001 og Bandaríkin 1996
Ástæður framboðs:
Helsta áherslumál mitt þegar ég var fyrst kosinn í stjórn Almenna árið 2022 var að auka erlent vægi hlutabréfa í safninu. Sú vinna var þegar komin á gott skrið og hefur verið sérlega ánægjulegt að starfa með starfsmönnum sjóðsins við að auka vægi erlendra fjárfestinga. Nýlega varð Almenni fyrsti lífeyrissjóðurinn sem býður uppá séreignarsparnað í einungis erlendum fjárfestingum með lágum kostnaði, en það skiptir miklu miklu máli fyrir ávöxtun sjóðsfélaga.
Undanfarin ár hefur mikið gengið á varðandi eina stærstu fjárfestingu íslenskra lífeyrissjóða þegar að fyrrverandi ríkisstjórn vildi láta lífeyrissjóðina borga brúsann vegna mistaka í fjármögnun Íbúðalánasjóðs. Ég steig fram opinberlega og benti á að slíkt væri hugsanlega ígildi greiðslufalls hjá ríkissjóði.
Ég vil stuðla að því að Almenni haldi áfram í þeirri vegferð að fjárfesta stóran hluta eigna sinna í framtíðarfyrirtækjum, hérlendis og ekki síst erlendis, þar sem skynsömi og ábyrgð eru höfð að leiðarljósi.