Hvenær er inneign í séreignarsjóði laus til úttektar?
15. september 2017
Inneign er laus til úttektar við 60 ára aldur og má eigandi taka hana út í einu lagi eða á lengri tíma að eigin vali. Undantekning fá þessari reglu er ef sjóðfélagi verður öryrki en þá má taka inneign út á sjö árum miðað við 100% örorku.
Þrengri útborgunarreglur gilda um tilgreinda séreign eða bundna séreign sem er hluti af skylduiðgjaldi annarra lífeyrissjóða. Tilgreind séreign er almennt laus til útborgunar með skilyrðum á aldrinum 62 ára til 66 ára og bundin séreign frá 70 ára til 80 eða 85 ára aldurs.