Hvernig reiknast greiðslubyrði fasteignalán samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands
03. maí 2023
Við útreikning á greiðslubyrðarhlutfallinu er miðað við að lán séu jafngreiðslulán. Fyrir óverðtryggð lán er reiknað með 40 ára lánstíma og samningsvöxtum en þó að lágmarki 5,5% vöxtum. Ef lánið er verðtryggt þá er reiknað með 25 ára lánstíma með samningsvöxtum en þó að lágmarki 3% vöxtum. Í útreikningnum er reiknað bæði með greiðslubyrði þess láns sem sótt er um og öll lán sem eru með veði í fasteignum umsækjanda.