Níels Rafn Guðmundsson
Sjálfstæður fjárfestir og fjármálaráðgjafi
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Sjálfstæður fjárfestir og fjármálaráðgjafi
- Rapid Test ehf kt 6406202930, Framkvæmdastjóri 2021-2023
- Arctic Adventures ehf kt 6812160730, Rekstrarstjóri 2017-2020
- Iceland Seafood USA, Framkvæmdarstjóri 2012-2017
- Iceland Seafood Asia, Framkvæmdarstjóri 2006-2012
- Tros ehf (Iceland Seafood), Framkvæmdarstjóri 2001-2006
Námsferill:
- Executive MBA, University of Hull, England 2003
- Háskóli Íslands, BS Matvælafræði 1988
Ég hef greitt í Almenna Lífeyrissjóðinn í rúmlega 30 ár. Allann þann tíma hef ég fylgst með rekstri sjóðsins og umræðunni um lífeyrismál. Ég hef undanfarin 25 ár unnið við rekstur fyrirtækja í Evrópu, Norður Ameríku, Asíu og einnig á Íslandi. Ég og fjölskylda mín bjuggum erlendis í Frakklandi og Englandi í 10 ár. Ég hef mikla reynslu í rekstri fyrirtækja i sjávarútvegi og hef einnig rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu og heilbrigðisstarfssemi. Ég er sannfærður um að öll þessi reynsla gæti nýst vel í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Ábyrgð stjórna lífeyrissjóða er mjög mikil þar sem um gríðarlega fjármuni er að ræða. Fjárfestingar og ávöxtun fjármuna lífeyrissjóðsins eru langtíma verkefni sem þarf að nálgast með skynsemi og þekkingu. Ég er sjálfur þáttakandi á fjármálamörkuðum og fylgist vel með þeim. Ég er tilbúinn að bjóða fram mína reynslu og þekkingu í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Ég tilheyri hvorki stjórnmálaflokki né öðrum hagsmunahópum í Íslensku atvinnulífi..