Ögmundur Bjarnason
Yfirlæknir
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Yfirlæknir á Reykjalundi frá 2022
- Aðjúnkt við læknadeild HÍ 2019-2024
- Sjálfstætt starfandi geðlæknir í Reykjavík 2016-2018
- Læknir/sérfræilæknir á LSH og í Noregi 2004-2022
- Í siðfræðiráði Læknafélags Íslands frá 2023
- Í stjórn Tónlistarfélagsins í Reykjavík frá 2021
Námsferill:
- Diplómanám í opinberri stjórnsýslu HÍ 2022-23
- Sérfræðileyfi í geðlækningum 2011 og líknarlækningum 2022
- Embættispróf í læknisfræði Kaupmannahafnarháskóli 2004
- Embættispróf í lögfræði HÍ 1998
- Burtfararpróf í píanóleik Tónlistarskólinn í Rvík 1995
Ég býð mig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins af því ég vil leggja sjóðnum lið og tel bakgrunn minn og
reynslu sem læknir og lögfræðingur geta nýst sjóðnum til góðra verka. Ég hef verið sjóðsfélagi í 10 ár og
lánþegi hjá sjóðnum síðustu 6 ár, hef greitt í lífeyrissjóð frá unglingsaldri og kynnt mér íslenskt, norskt og
danskt lífeyriskerfi, bæði sem sjálfstætt starfandi og launamaður.
Ég tel starfshætti sjóðsins um margt til fyrirmyndar en eygi samt færi á frekari framþróun. Ég vil vinna að
því bæta ábyrga fjárfestingarstefnu sjóðsins, auka nýtingu sjóðsfélaga á viðbótarlífeyrissparnaði – t.a.m.
með sjálfvirkri áminningu þegar skipt er um vinnustað – og gera afgreiðsluferli örorkulífeyris skilvirkara til
að styðja við sjóðsfélaga í endurhæfingarferli.
Ég er fullviss um að Almenni lífeyrissjóðurinn á gjöfula framtíð fyrir höndum. Ég er tilbúinn að koma að því
að móta hana og stuðla að frekari vexti og viðgangi sjóðsins, sjóðsfélögum öllum til hagsbóta.