Getum við aðstoðað?

Ólafur Sörli Kristmundsson

Framkvæmdastjóri

Býður sig fram til aðal- og varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Framkvæmdastjóri, Brandsvík ehf. frá 2016; Viðskiptaþróun, fjármálaráðgjöf
  • Sendafélagið, framkvæmdastjóri 2024 – 2025; Rekstur, fjármál
  • FSRE, framkvæmdastjóri, 2022 – 2023; Eignastýring
  • SagaNatura, fjármálastjóri; 2020 – 2021; fjármál, tækniþróun
  • Landsbankinn, ráðgjöf; 2009 – 2016; kaup, sala, fjármögnun
  • NTH, fjármálastjóri 2007 – 2009; fjármálastjórn, flugfélög

 

Námsferill:

  • Verðbréfaréttindi; HR; 2005
  • MSc Verkfræði; DTU, 1999
  • BSc Iðnartæknifræði; TÍ, 1996
  • Stúdent Náttúrfræðibraut, MS 1989

Ástæður framboðs:

Lífeyrissjóðir gegna margvíslegu og mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, verandi hreyfiafl efnahagskerfisins, grundvallar fjármögnunaraðilar fyrir íslenska ríkið, sveitarfélög og sjóðsfélaga. Býð mig fram til að láta gott af mér leiða fyrir íslenskt samfélag og gæta hagsmuna sjóðsfélaga í Almenna lífeyrissjóðnum verandi sjálfur sjóðsfélagi. Ég hef menntun og reynslu af greiningu og framkvæmd fjárfestingaverkefna. Hef alhliða menntun í rekstri og ferlum fyrirtækja, allt frá vöruþróun og framleiðslu til sölu og markaðsmála sem og fjármála. Hef reynslu af rekstri fyrirtækja sem stjórnarmaður og stjórnandi og af nýsköpunarstarfi, bæði sem fjármögnunaraðili og sem starfandi stjórnandi í nýsköpunarverkefnum. Þá hef ég starfað í íslenskum fjármálageira um árabil við fjármögnun verkefna fyrir hönd fjárfesta og séð um kaup- og söluferli fyrirtækja fyrir hönd eigenda og verið ráðgjafi við skráningu verðbréfa á Nasdaq Iceland. Ég sinni störfum mínum ávallt af heiðarleika og af fagmennsku.