Óskar Örn Ágústsson
Fjármálastjóri
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Fjármálastjóri Byggingarfélagsins Bestlu ehf. 2022-
- Fjármálastjóri Eflingar stéttarfélags 2018-2022
- Fjármálastjóri Birtu lífeyrissjóðs 2011-2022
- Framkvæmdastjóri eignastýringar Virðingar hf., verðbréfafyrirtækis 2003-2011
- Sjóðstjóri í eignastýringu einstaklinga hjá Íslandsbanka 2000-2003
- Sjómaður á sumrin á Tálknafirði meðan ég var í námi í Háskóla Íslands
Námsferill:
- Verðbréfaréttindi, HR, 2004
- MSc í fjármálum ISIB, Henly Business School, 2000
- Cand Oecon í Viðskiptafræði, Háskóli Íslands, 1993
- Verzlunarskóli Íslands, 1989
Ástæður framboðs:
Ég býð mig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins vegna mikils áhuga míns á lífeyrismálum og í þeirri trú að þekking mín og reynsla geti orðið sjóðfélögum að gagni.
Ég er mikill talsmaður þess að sjóðfélagar hafi sem mest val um ávöxtun síns fjár. Það þarf auðvitað að taka tillit til kostnaðar sjóðsins og meta almennan áhuga sjóðfélaga því ekki dugar að bjóða ótal leiðir sem enginn áhugi reynist svo á en það er tvímælalaust svigrúm til staðar án þess að auka flækjustig um of.
Ég tel mikilvægt að aðalmarkmið sjóðsins sé að tryggja sem hæstan lífeyri við starfslok. Þeim markmiðum er best náð með góðri ávöxtun, einfaldri og skilvirkri fjárfestingarstefnu og að kostnaði sé haldið í lágmarki.