Getum við aðstoðað?

Pétur Már Halldórsson

Stjórnarmaður/Stjórnarformaður

Býður sig fram til aðal- og varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Stjórnarmaður í Nox Health Inc. frá 2023 / Stjórnarformennska Nox Holding ehf, frá 2019
  • 2011-2023 Framkvæmdastjóri Nox Medical
  • 2006-2011 Fons Fjárfestingafélag Framkv.stj. fjárfestinga í Bretlandi
  • 2001-2005 Flaga hf Sölustjóri.
  • 1998-2001 SÍF Norway Framkvæmdastjóri
  • 1990-1996 Samskip Deildarstjóri innflutnings og Vörudreifingarmiðstöðvar
  • Stjórarnseta í fjölmörgum skráðum og óskráðum félögum hér á landi og erlendis. Auk stjórnarsetu í Kríu Sprota og Nýsköpunarsjóði hins opinbera.

Námsferill:

  • 1986 Stúdent frá MK af Eðlisfærðibraut
  • 1989 B.Ed KHÍ
  • 1996-1998 Meistaranám í Sjávarútvegsræðum HÍ

Ástæður framboðs:

Eins og hendi hafi verið veifað fylli ég 6. tug æviáranna á næsta ári. Á þeim tímamótum beinist athyglin í auknum mæli að lífeyri og einbeitingin að dansinum við lífið sjálft og tækifærin sem bíða okkar.

Sjóðfélögum á að vera það kappsmál að lífeyrisjóður okkar sé rekinn af kostgæfni, ávöxtunarleiðir séu fjölbreyttar og lánakjör til sjóðsfélaga samkeppnisfær. Þau skilyrði uppfyllir Almenni Lífeyrissjóðurinn svo sannarlega og rekstur og stefna til fyrirmyndar enda einvala liðsheild sem Almenni hefur á að skipa.

Nái ég kjöri til stjórnar Almenna er ég fullviss að reynsla mín af rekstri ólíkra fyrirtækja, nú síðustu 15 ár við uppbyggingu og framkvæmdastjórn Nox Medical, ásamt stjórnarsetu í fjölmörgum, rekstrar- og eignarhladsfélögum, bæði skráðum og óskráðum, hér á landi og utan landsteina muni nýtast vel og koma að gagni í stjórn Almenna Lífeyrissjóðins. Ég mun leggja mín lóð á vogarskálarnar og saman gerum við góðan sjóð enn betri.