Sigvaldi Einarsson
Ráðgjafi
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Ráðgjafi hjá Orkuskipti ehf. frá 2022
Námsferill:
- Executive MBA (í námi hjá Akademias)
- Verðbréfamiðlari – HR 2006
- Viðskiptafræði – Háskóli Íslands
- Viðurkenndur stjórnarmaður – Akademias 2024
- Fjöldi sérnámskeiða í stefnumótun, gervigreind, markaðsmálum og fjármálum
Ástæður framboðs:
Ég býð mig fram til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins til að leggja fram víðtæka reynslu mína af lífeyrismálum, fjármálum og stefnumótun. Ég hef starfað í fjármála- og tryggingageiranum í áratugi, sérstaklega tengt lífeyrisvörum, og hef djúpan skilning á þörfum sjóðfélaga. Með bakgrunn minn í gervigreind og stafrænum lausnum vil ég styðja sjóðinn í að nýta nýjustu tækni til að bæta gagnsæi og þjónustu við sjóðfélaga.
Auk þess tel ég mikilvægt að stjórnarmenn hafi skýra sýn á sjálfbærni, ábyrgð í fjárfestingum og framtíðarhlutverk lífeyrissjóða í samfélaginu. Með samblandi af hagnýtri reynslu, stefnumótunarhæfni og nýjustu þekkingu vil ég vinna fyrir hagsmuni allra sjóðfélaga Almenna lífeyrissjóðsins.