Getum við aðstoðað?

Steindór Gísli Kristjánsson

Senior Business Manager

Býður sig fram til aðal- og varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Senior Business Manager, Adidas Headquarters Þýskalandi, frá 2011
  • Adidas. 2011-2021 Verkefnastjóri við innleiðingar/breytingar viðskiptahugbúnaðar, S. Amerika, Asía, A. Evrópa.
  • Maritech. 2007-2011 Hugbúnaðarvinna/ráðgjöf, s.s. Össur (Bandaríkin og Holland).
  • Landsteinar og tengd fyrirtæki. 1996-2006 s.s. Adidas 3 ár í Þýskalandi, Ikea 1 ár í Hollandi, Baugur.
  • Kögun. 1991-1995 Kalifornia. Hugbúnaðargerð, Ísl. loftvarnarkerfið (IADS).
  • 1982-1990. Almenn hugbúnaðarvinna/ráðgjöf, mest í verslunar og heilbrigðisgeirunum.

 

Námsferill:

  • MBA Columbia University, NY, NY. Finance, Accounting, 1982
  • BSEE Oregon State University, Electrical Engineering, 1980
  • Menntaskólinn á Ísafirði, Dúx, 1977

Ástæður framboðs:

Langar til að nýta þekkingu mína og reynslu sem ég tel að muni gagnast sjóðnum vel.

Ég hef víðtæka reynsla í atvinnulífinu, þar af 11 ár í Bandaríkjunum og 18 í Þýskalandi.
Sömuleiðis unnið við innleiðingar á stórum Adidas hugbúnarverkefnum (SAP) með mikilli „On-Site“ vinnu s.s. Brasilíu, Argentínu, Columbíu, Tyrklandi, Dubai, Singapore.

Helstu áhugamál mín eru viðskipti og tækni.
Þá sérstaklega núna, gervigreind og sjálfvirkni (Automation).
Annars vegar bein áhrif á störf einstaklinga og hins vegar fjárfestingar í hinum ýmsu atvinnugreinum.

Nýkominn á lögbundin eftirlaun og hef loksins tíma til að gera eitthvað annað en að vinna, Hef réttindi í þrem löndum, sambland af skyldusjóðum, fyrirtækjasjóðum og séreignarsjóðum. Kominn með ansi góða reynslu af réttindamálum milli landa sem og mismunandi uppbyggingu lífeyriskerfa eftir löndum.

Ég kem til með að búa erlendis að mestu á veturna.
Upplýsinga- og ráðgjöf þar að lútandi mundi verða eitt af mínum áherslumálum. Svo sem skattar ofl.