Getum við aðstoðað?

Stjórnarkjör 2024 – kosningu lokið

Á þessari síðu eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins árið 2024.
Kosið var um tvö laus sæti  í aðalstjórn og eitt laust sæti í varastjórn.

Að þessu sinni voru laus sæti tveggja kvenna í aðalstjórn en eins karls eða konu í varastjórn.

Hér fyrir neðan má sjá frambjóðendurna í stafrófsröð. Hægt er að smella á nafn eða mynd hvers og eins til að skoða nánari upplýsingar.

Arna Guðmundsdóttir Elva Ósk Wiium Heiða Óskarsdóttir
Gunnar Hörður Sæmundsson Hans Grétar Kristjánsson Kristján Þórarinn Davíðsson Kristó­fer Már Mar­ons­son

 

Öllum frambjóðendum gafst kostur á að kynna sig með upplýsingum um starfs- og námsferil, stuttu kynningarbréfi og myndbandi.

Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum og eru þeir hvattir til að kynna sér alla frambjóðendur og nýta kosningarétt sinn.

Kosningu er lokið

Rafræn kosning stóð frá kl. 12:00 þann 25. mars og lauk kl. 16:00 þann 3. apríl 2024.

Úrslit kosninganna verða kynnt á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður fimmtudaginn 4. apríl 2024 á Hilton Reykjavik Nordica kl. 17:15.

Streymt verður frá fundinum.