Þórarinn Guðnason, 57 ára
Hjartalæknir Læknasetri
Starfsferill/stjórnarstörf:
- Forstjóri lækninga í Læknasetrinu frá 2021-
- Hjartalæknir Læknasetri, frá 2004
- Stjórnarformaður Læknaseturs frá 2011
- Form. Læknafél. Rvk. 2017-2021
- Form. FSSH frá 2005
- Rekstur eigin læknastofu frá 2004
- Hjartalæknir LSH 2004-2019
- Varaform. Læknafél. Ísl. 2008-2010
Námsferill:
- Doktorspróf Gautaborgarháskóli 2004
- Sérfræðileyfi lyflækningum 1998 og hjartalækningum 1999
- Sérnám lyf- og hjartalæknir 1993-1999
- Lækningaleyfi 1992
- HÍ kandidatspróf læknisfræði 1991
Ástæða framboðs:
Ég býð mig fram stjórn AL því ég tel að reynsla mín og þekking geti nýst sjóðnum vel. Ég hef verið sjóðsfélagi alla starfsævina í byrjun í Lífeyrissjóði lækna. Ég hef setið í stjórnum ýmissa læknafélaga m.a. í LÍ sem varaformaður og LR sem formaður 2017-2021.
Ég starfaði á Landspítala 1991-2019 með hléi vegna náms og starfa í Svíþjóð 1995-2004. Þekki því bæði sænskt og íslenskt lífeyriskerfi sem launamaður og sjálfstætt starfandi.
Frá 2004 hef ég rekið læknastofu í Læknasetrinu og í meira en áratug verið í forsvari sem starfandi stjórnarformaður og síðar lækningaforstjóri og þekki því vel til fyrirtækjarekstrar.
Ég hef áhuga á lífeyrismálum og mun vinna að því að ávöxtun AL verði til langframa sem allra best. Leiðarljós mitt verður hagur sjóðsfélaga, en einnig sjálfbærni og að taka tillit til umhverfis-, jafnréttis- og mannréttindamála. Því býð ég nú fram krafta mína í stjórn sjóðsins.