Þórarinn Guðnason
Hjartalæknir
Býður sig fram til aðalstjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Hjartalæknir í Læknasetri, frá 2004
- Hjartalæknir á Landspítala 2004-2019
- Varaformaður Læknafélags Íslands 2008-2010
- Stjórnarformaður Læknaseturs frá 2011
- Formaður Læknafélags Reykjavíkur 2017-2021
- Stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum
Námsferill:
- Háskóli Íslands. Kandidatspróf í læknisfræði 1991
- Lækningaleyfi 1992
- Sérfræðileyfi lyflækningum 1998
- Sérfræðileyfi í hjartalækningum 1999
- Doktorspróf (PhD) frá Gautaborgarháskóli 2004
Ég býð mig fram til endurkjörs í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins því ég tel að reynsla mín úr atvinnurekstri, úr læknisstörfum og úr félagsmálum geti áfram nýst sjóðnum og sjóðsfélögum til árangurs.
Almenni er einn besti lífeyrissjóður landsins. Það endurspeglast m.a. í notendavænum sjóðfélagavef, árangursríkri ávöxtun, hagkvæmum rekstri og í vexti sjóðsins síðustu misseri.
Ég hef lengi haft áhuga á lífeyrismálum og veit að mikilvægasta hlutverk sjóðsins er góð ávöxtun eigna sjóðsfélaga. Hún er alger forsenda þess að geta tryggt góðan lífeyri sjóðsfélaga í framtíðinni. Leiðarljós mín í stjórn verða hagur sjóðsfélaga og góð þjónusta við þá, en einnig sjálfbærni og réttlæti í víðum skilningi þeirra orða.
Því óska ég eftir stuðiningi til setu í stjórn sjóðsins næstu þrjú árin.