Fyrsta íbúð
Einstaklingar sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð geta greitt viðbótarlífeyrissparnað óskattlagðan upp í útborgun á íbúð eða inn á húsnæðislán.
- Hámarksfjárhæð á ári sem má leggja fyrir í þessum tilgangi er 500.000 krónur á einstakling eða 41.667 á mánuði.
- Til að fullnýta heimildina þarf einstaklingur að hafa laun upp á 694.000 krónur.
- Hámarkssparnaður er 4% af launum frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. til jafns við framlag launagreiðanda.
- Skilyrði er að einstaklingur hafi ekki áður átt íbúð og að hann afli sér íbúðarhúsnæðis annað hvort einn eða í félagi við annan einstakling.
- Einstaklingur þarf að eiga a.m.k. 30% í íbúð.
- Þegar kemur að því að nýta sér heimildina er hægt að finna frekari upplýsingar á www.leidretting.is en sótt er um á vefsíðu ríkisskattstjóra www.rsk.is
- Þrátt fyrir að lögin um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð hafi tekið gildi 1. júlí 2017 er einstaklingum sem eiga ekki íbúð og skulda ekki húsnæðislán heimilt að greiða viðbótarlífeyrissparnað sem hefur safnast frá 1. júlí 2014 til kaupa á íbúð til eigin nota.
- Þeir sem ekki hafa átt ibúð síðustu fimm ár flokkast einnig sem fyrstu fasteignaeigendur.
Húsnæðissparnaður
Einstaklingum sem eiga ekki íbúð og skulda ekki húsnæðislán er heimilt að nota viðbótarlífeyrissparnað sem hefur safnast frá 1. júlí 2014 með sömu skilyrðum og gilda um séreign inn á lán til kaupa á íbúð til eigin nota.
- Hægt að kaupa íbúðarhúsnæði til 31. desember 2024, vegna iðgjalda á tímabilinu 1. júlí 2014 til 31. desember 2024, án þess að skattaafsláttur falli niður.
- Skilyrði er að einstaklingur hafi ekki átt fasteign 1. júlí 2014 og fram að þeim tíma þegar hann sækir um ráðstafa séreignarsparnaðinum inn á húsnæðislán.
- Húsnæðið þarf að vera til eigin nota (ekki er gerð krafa um fyrstu íbúðarkaup).
- Húsnæðissafn Almenna er ávöxtunarleið sem hentar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja spara fyrir útborgun í fyrstu fasteign. Smelltu hér til að kynna þér Húsnæðissafnið.
Séreign inn á lán
Einstaklingar geta greitt viðbótarlífeyrissparnað með skattaafslætti inn á höfuðstól húsnæðislána út árið 2024.
- Heimilt er að greiða allt að 4% framlag launþega og 2% framlag launagreiðanda, hámark 500.000 krónur á ári fyrir einstakling en 750.000 krónur á ári fyrir hjón eða aðra sem uppfylla skilyrði til samsköttunar.
- Framlag launagreiðanda má ekki vera hærra en 167.000 krónur á ári fyrir einstaklinga en 250.000 fyrir hjón.
- Óheimilt er að greiða eingöngu framlag frá launagreiðanda inn á lán.
- Skilyrði er að lán sé tekið til öflunar eigin húsnæðis, tryggð með veði og að vaxtagjöld séu grundvöllur til vaxtabóta (lán á reit 5.2 í skattframtali).
- Hægt er að sækja um að greiða séreign inn á lán á www.leidretting.is