Getum við aðstoðað?

Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir

Alþjóðlegur skattalögfræðingur

Býður sig fram til varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Alþjóðlegur skattalögfræðingur JBT Marel, frá 2018
  • Ritrýni og skrif fyrir IBFD í Hollandi, frá 2014
  • Ráðgjafi hjá EY í Kaupmannahöfn, frá 2014-2018
  • Stundarkennari við HR, haustið 2018
  • Stundarkennari ITC við Leiden háskóla í Hollandi, 2013 og 2015

 

Námsferill:

  • M.A. í skattarétti og reikningsskilum frá HÍ 2022
  • Ábyrgð og árangur stjórnarmanna frá HR 2019
  • Adv. LL.M í alþjóðlegum skattarétti frá Leiden háskóla 2013
  • M.L. í lögfræði frá HR 2012
  • B.A. í lögfræði frá HR 2010

Ástæður framboðs:

Ég heiti Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir og ég býð mig fram til varastjórnar Almenna lífeyrissjóðsins. Ég hef mikinn áhuga á starfi sjóðsins sem tryggir fjárhagslegt öryggi okkar allra og vil leggja mitt af mörkum til að styrkja sjóðinn enn frekar.

Með reynslu minni sem alþjóðlegur skattalögfræðingur, tel ég mig geta veitt mikilvæga innsýn inn í alþjóðleg skattalög og reglur sem stuðla að áframhaldandi vönduðum ákvörðunum sem munu gagnast sjóðsfélögum til lengri tíma.

Ég vona að þið sjáið tækifæri í því að kjósa mig til varastjórnar og ég hlakka til að vinna með ykkur að því að tryggja bjarta framtíð fyrir almenna lífeyrissjóðinn.

Takk fyrir.